Ég

Ég er sveitastúlka af Snæfellsnesinu og hef reynt að aðlagast lífinu í höfuðstaðnum. Hef ólæknandi útivistadellu og hef gaman af að skrifa ferðasögur. Þessi bloggsíða er vettvangur fyrir þessi skrif.

Netfang: bubot.kristjana@gmail.com

Eitt svar við Ég

  1. Lúðvík B. Ögmundsson sagði:

    Sæl Kristjana,
    Ég var rétt í þessu að skoða ferðasögu ykkar um Hornstrandir í júni 2010. Ég sé að þið hafið fengið einstaklega gott veður í ferð ykkar sem er ekki gefið á þessum slóðum. Ástæðan fyrir þessum fáeinum orðum mínum er að mér fannst ferðasagan afar skemmtileg og einstaklega fallegar myndir. Þegar ég koma að kaflanum um stopp ykkar í Hlöðuvík varða ég mjög ánægður með þín skrif um það sem þar er verið að gera enda einn eigenda þeirra húsa sem þar eru. Það sem var kannski miður var lesningin um blessaða slysavarnarskýlið en all á þetta sér sína skýringu. Málið er þannig vaxið að árið 2009 var slysavarnarskýlið sem þar stóð rifið þar sem það var algjörlega ónýtt og orðið hættulegt húsunum í kring. Við eigendur húsana í Hlöðuvík höfðum um nokkra ára skeið reynt að halda þessu skýli við eins og hægt var. Eftir að það var rifið tókum við talstöðina og neyðarmatinn úr skýlinu og komuð því fyrir á salerninu til að ferðalangar geti í neyðartilfellum kallað eftir hjálp. Við höfum salernið ávalt opið fyrir feralanga sem um víkina fara og sköffum það sem til þarf á slíkum stað en það er hluti af húsunum í víkinni. Við töldum þetta mikið öryggismál fyrir ferðalanga þótt það væri ekki okkar að gera þetta. Talstöðin er þar enn og mun verða þar áfram fyrir ferðafólk í neyð og munum við viðhalda henni áfram. Ef fólk er í vandræðum og kallar í talstöðina verður því leiðbeint með hvaða hætti það kemst inn í húsin í neyðartilfellum án þess að brjóta rúðu.
    Ég hef verið ný farin úr Hlöðuvík þegar þið komuð þangað en við höfðum verið í vinnuferð við lagfaringar á húsunum og við að koma m.a. vatni á húsin og vatnsalernin. Ég vona að þið hafið getað notið þá þjónustu sem salernin bjóða upp á.
    Til upplýsinga þá var komið fyrir um haustið nýju björgunarskýli á öðrum stað í Hlöðuvík nánar tiltekið skammt fra tóftum gamla Hlöðuvíkurbæjarins undir Álfsfellinu. Það skýli er einnig með talstöð sem hægt er að kalla eftir hjálp. Það er því óvíða jafn vel tryggt aðstaða fyrir ferðamenn í vá.
    Kveðja
    Lúðvík B. Ögmundsson
    Sími: 894 9132

Færðu inn athugasemd