Kristilegt siðgæði

Í umræðum manna á meðal er látið að því liggja að kristilegt siðgæði sé eitthvað sem ákjósanlegt sé að við tileinkum okkur. Hvað í þessu hugtaki felst er mér ekki alltaf að fullu ljóst en ég neita að viðurkenna að fyrirfram hafi þeir sem aðhyllast kristna trú sjálfkrafa eitthvað betra siðgæði en þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða standa utan trúfélaga.

Því miður hafa kirkjunnar þjónar rekið þennan áróður með afar lævísum hætti og heppnast það vel, að í umræðunni manna á meðal kemur of oft upp sú hugmynd að „heiðingjar hafi verra siðgæði en aðrir“ (Guðni Ágústsson Kastljós 12. des 2007). Biskup bætti um betur á þessum tíma (des 2007) og sagði Siðmennt vera hatrömm samtök þar sem þau fóru fram á að greinarmunur væri gerður á sagnfræði og goðsögnum í kennslustundum. Nú seinast toppaði biskup sjálfan sig þar sem hann sagði eftirfarandi í sunnudagspredikun:

„Trúfrelsi er skilgreint sem útilokun trúar frá hinu opinbera rými, uppeldi og kennslu. Sem mun þó einungis stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð.“

Dæmin eru fleiri en boðskapurinn er augljós: Við (kristnir) erum ykkur (trúlausir, önnur trúfélög) fremri. Ekki bara fremri heldur BETRI. Með mærðarlegum og smjaðurslegum tón er þetta endurtekið af framámönnum kirkjunnar. Í sömu andrá er hamrað á umburðarlyndi, góðmennsku og því hversu mikla virðingu kirkjan beri fyrir öllum mönnum.

Skal það hér viðurkennt að þessi áróður síaðist svo inn í mig að það tók mig mörg ár að viðurkenna trúleysi mitt. Bæði fyrir sjálfri mér og ekki síður fyrir öðrum. Á ég jafnvel enn þann dag í dag erfitt með það gagnvart ættingjum mínum þar sem tilfinningin er oft að ég sé að játa á mig vont siðgæði og illan hug gagnvart öðrum mönnum. Í mörg ár reyndi ég að halda því fram að það að trúa á guð væri það sama og að trúa á það góða í manninum og rækta það með sjálfum sér. Dóttir mín var ekki ánægð með þetta svar og margbenti mér á að það væri alveg hægt að gera það og sleppa guði. Svo sannarlega er það hægt, eiginlega er bara mikill léttir að sleppa honum.

Þegar fólki með sömu lífsskoðanir og ég er borið á brýn að vera hatrömm, með vont siðgæði og hætta sé á andlegri örbirgð ef við slítum okkur frá trúnni þá eru það grafalvarlegar ásakanir frá framámönnum þjóðarinnar. Höfum í huga að þetta eru ekki bara einhverjir bloggsíðugjammarar, þetta er m.a. forsvarsmaður trúfélagsins sem vill að kristilegt siðgæði sé leiðandi í okkar samfélagi. Það sem felst í þessum ásökunum ber ekki vott um umburðarlyndi eða virðingu og er klárlega ekki það siðgæði sem ég áður hélt að kirkjan stæði fyrir. Þetta siðgæði má biskupinn eiga sjálfur.

Um Kristjana Bjarnadóttir

Netfang: bubot.kristjana@gmail.com
Þessi færsla var birt undir Trúmál. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Kristilegt siðgæði

  1. thork sagði:

    Eins og talað út úr mínu hjarta!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s